Sæl öll þarna úti sem eigið kött.
Smá saga og ráð um hvað eigi að gera þegar maður týnir ketti eða finnur…

Ég var svo óheppin í haust að rúmlega eins árs kötturinn minn hvarf. Hann er fress en var geldur strax þegar hann var 6 mánaða. Hann var einnig merktur með tattooi í leiðinni.

Við leituðum og auglýstum og létum Kattholt vita og allt kom fyrir ekki, nema það að ein kona svaraði auglýsingu og hafði hún haft ókunnan kött í um svipaðan tíma og okkar hafði verið týndur. Við náttúrulega héldum að hér væri hann fundinn.

Í ljós kom að þetta var ekki okkar, en við tókum hann samt þar sem þessi kona hafði ofnæmi. Hann var með ómerkta ól og ekkert tattoo. Við auglýstum að við værum með þennan kött í öllum sjoppum og búðum í Kópavogi þar sem við búum, en við fengum engin svör. Við köllum hann Kubb.

Þegar Kubbur hafði verið hjá okkur í 4-5 daga kom okkar kisa heim af sjálfsdáðum og við þurftum að losa okkur við Kubb. Ég hringdi í Kattholt til að láta vita að okkar væri kominn heim og til að ath. hvort þau gætu tekið við honum Kubb. Hún gat það ekki en tók niður lýsingu á honum, mjög nákvæma reyndar, greinlega með eitthvað sérstakt vinnublað.

Hálftíma seinna hringdi í mig kona og spurðist fyrir um köttinn, að tilstillan Kattholts og rétt eftir það kom maðurinn hennar og dóttir og sóttu kisuna sína, sem hafði verið týnd í mánuð. Þau bjuggu í Mosfellsbæ.

Þau höfðu nefnilega verið svo klár að setja lýsingu á sínum ómerkta ketti á dýraspítalann og Kattholt. Svo þegar ég hringdi í Kattholt og lýsti kettinum þá fannst hann. Ef sá sem fann köttinn fyrst þá hefði hann kannski ekki verið týndur í heilan mánuð.

Munið því að ef þið finnið kött eða týnið, hvort sem hann er ómerktur eður ei. Látið Kattholt vita, hún skráir allt og reynir að finna eigandan. Þá komast greyið kisurnar fyrr heim.