Kisuofnæmi Það er óþolandi að vera með ofnæmi sérstaklega að vera með ofnæmi fyrir kisum, hundum og þeim dýrum því það eru svo mörg heimili sem hafa einn eða fleiri ketti hjá sér. Einu sinni þegar ég vissi ekki að ég væri með ofnæmi fyrir kisum fór ég til frænda míns þar var fullt af kettlingum og ég fór að leika mér með þeim. En þegar ég kom heim var ég bólóttur í framan og með rosa kláða. En eftir þetta hef ég alveg hætt að koma nálægt kisum en samt finnst mér kisur alveg frábærar. Það er alveg óþolandi þegar maður fær ofnæmi bara allt í einu. Þegar ég var búinn að fatta að ég væri búinn að fá ofnæmi fyrir kisum fór ég til ofnæmislæknis og hann sagði að ég hefði ofnæmi fyrir fullt af dýrum og gróðri, mér brá næstum að heyra þetta. Ég hafði ekkert fundið fyrir neinu ofnæmi en það kom bara allt í einu, ég var meiri segja með ofnæmi fyrir fíflum. En kisuofnæmið er verst hjá mér. :(

Kveðja, Fische