Jæja :) kisan mín hún Viktoría eignaðist 5 yndislega kettlinga á fimmtudaginn 12 júní :) það gekk allt rosalega vel með fyrstu fjóra en með þann síðasta var hún orðin svo uppgefin að það þurfti að þrýsta á magann á henni og toga í kettlinginn sem var kominn hálfur út :) en samt skiljanlegt að það hafi verið erfitt fyrir hana því hann var stæðstur af þeim öllum :) Yndislegir!! :) það komu tveir gulir ( einn ljós ljós gulur og hinn dökk gulur ), tveir grá bröndóttir og einn marglitaður :) en svo á föstudaginn tók ég eftir því að annar grái hafði ekki rétt úr framlöppunum og var ég farin að hafa soldið miklar áhyggjur af honum þegar það var kominn sunnudagur! þannig að ég fór með hann til dýralæknis á mánudaginn og sagði hún að það væri ekkert hægt að gera fyrir hann :( lappirnar voru ekki í lið og þó þær voru lagaðar þá duttu þær alltaf úr lið aftur þannig að hún ákvað að svæfa hann á staðnum svo hann myndi ekki kveljast meira :( mér fannst þetta alveg hræðilegt!! að það hafi ekki verið hægt að gera neitt!! en svo virðist sem hun viktoría hafi vitað að eitthvað hafi verið að honum því hún hefur ekkert leitað að honum, að vísu hefur hún alveg nóg að gera með hinar dúllurnar :) sem heilsast vel og stækka svakalega með hverjum deginum :)
kv SDG :)