Mig langaði að segja ykkur frekar hræðilega sögu.
'Eg á heima á Akranesi og þar er alveg rosalega falleg gönguleið um sveitina og Akrafjall. ‘A laugardaginn fyrir viku ákvað ég og kærasti minn að fara í gönguferð þessa leið. Við ákváðum að stytta leiðina framhjá ruslahaugunum vegna rigningar sem var að byrja. Þegar við erum þar sjáum við plastpoka sem hreyfist og við hlaupum niður í holuna og allt heimilisrusl á Akranesi og náum pokanum og opnum hann. ’I honum eru fjórir alveg svakalega fallegir kettlingar. Þeir hafa líklega verið um tveggja vikna eða svo því tveir þeirra voru búnir að opna augun sín. Þeir voru alveg hrillilega horaðir og skítugir og mjög kaldir og blautir. Við hlaupum heim og reynum að gefa greyunum að borfa og drekka og hita og læðan mín þvoði þeim og leyfði þeim að sofa hjá sér og allt. Læðan mín er kettlingafull en engin mjólk kom úr henni svo þetta var frekar erfitt verkefni. Kettlingarnir dóu í nótt og morgun. ‘Eg náði ekki að bjarga greyunum og líður alveg rosalega illa yfir því. Ef ég vissi hver gerði þetta þá er ég ekki viss um að sú manneskja væri á lífi núna. Mér finnst þetta verst af öllu. Ef fólk tímir ekki að borga dýralækni pening fyrir að spauta greyin og hefur það í sér að drepa þau án þess svo mikið sem reyna að gefa þá frá sér á að sjá til þess að þeir deyji strax ekki láta þá deyja úr hungri hægt og rólega og láta þá kveljast. ’Eg vil að fólk hugsi aðeind það er til mjög mikið að dýrum sem vantar heimili og ef maður leyfir þeim að eignast afkvæmi verður maður að minnsta kosti að auglýsa á einum stað til að þeir geti átt möguleika á að lifa. Þetta er ógeðsleg meðferð á dýrum og ég er verulega reið út í svona fólk.