Hjálp, Magni minn er enn týndur!!!! Vildi aðeins láta heyra í mér, en ég hef verið að leita að norska skógarkettinum mínum honum Magna, í tæpan mánuð!

Ég tel mig vera búin að gera allt sem ég get og það væri frábært að fá einhver ráð ef ykkur dettur eitthvað í hug.

Ég er búin að hengja upp auglýsingu með mynd í 3 sjoppur hér í hverfinu og ég hef auglýst hann einu sinni í Mogganum.
Svo er ég búin að hringja í Kattholt og skilja eftir lýsingu á honum þar. Svo fer ég reglulega í góða göngutúra hér um hverfið á kvöldin og um helgar. Ætla að prufa að auglýsa hann aftur í mogganum í næstu viku.
Ég skil bara ekkert hvað hefur orðið um greyið. Ég er alveg að deyja úr áhyggjum og sé hann fyrir mér slasaðan að bíða eftir hjálp eða lokaður einhvers staðar inni með engan mat eða vatn.
Ef einhver úr Grafarvoginum les þetta mynduð þið vilja vera svo æðislega að kíkja í bílskúra og geymslur, og einnig ef þið búið ekki hér en þekkjið einhvern, að láta fólk vita.
Hann var með ól með bjöllu og merkispjaldi með nafni, heimlisfangi og síma. Hann er 1 og 1/2 árs svolítið loðinn, rauðbrúnn og með hvíta bringu og loppur. Magni er algjört kelikrútt og hefur hingað til verið alveg háður mér. Ég var að vísu ekki búin að gelda hann og það eru margir búnir að segja mér að hann sé strokin til að sinna lundinni, en ég skil bara ekki hvað hann er búin að vera lengi í burtu, rúmar 3 vikur!!!!!!!
Ég var einmitt á leiðinni með hann í geldingu þegar hann strauk, svo litla greyið hefur kannski skilið mannamál og forðað sér.

Ef einhver lumar líka á góðri sögu um kött sem týndist en fannst aftur eftir langan tíma, endilega sendið til mín, eða hingað inn, svo ég geti verið bjartsýn áfram.
Ég vil bara fá krúttið mitt aftur og knúsa hann og knúsa.

Kærar kveðjur
Guðrún Elín, vallengi 4, Grafarvogi, s: 820 3708
gunna23@visir.is