Ég er búinn að vera lesa um að kettir geti lifa ótrúlega há föll.
Tökum til dæmis kött sem stekkur af 4 hæð og hann lendir og hann fótbrotnar eða deyr.Tökum svo annan kött sem stekkur af 8 hæð og ekkert kemur fyrir hann. Þetta er vegna þess að þegar þeir hrapa þá ná þeir vissum hraða og fara svo ekkert hraðar eftir það. heldur hægja þeir aðeins á sér. Þeir svífa reyndar til jarðar. Ef að kötturinn stekkur fram að 4 hæð þá hrapar hann hraðar og hraðar og nær ekki þeim hraða sem þarf til að hann getur hægt á sér. En ef hann stekkur fram af 10 hæð þá nær hann vissum hraða og svífur svo til jarðar og lendir vel. Auðvitað gerist það að kettir deyja við 10 hæða fall og lifa af 4 hæða fall en svona er þetta bara.
Ég mæli ekki með að fólk sé að reyna að sanna þetta með því að henda köttum fram af svölum.