Það hafa alltaf verið kisur á heimili mínu, í þau tæpu 18 ár sem ég hef lifað, en þær hafa alltaf verið kvenkyns. Seint á síðasta ári komu tveir strákar á heimilið, þá aðeins 8 vikna. Einn er “rauðhærður” og er alger kjáni, fyrir nokkrum dögum var hann stunginn af býflugu eftir að hafa strítt henni mikið og bólgnaði allur upp og minnti einkar mikið á fílamanninn. Hinn er þrílitur en er þó karlkyns sem er frekar sjaldgæft þar sem að það eru aðeins 1/3000 líkur á því að karlkyns kettir séu þríltir. Þessi þríliti víst með einhvern auka-kvenlitning (?).
En, allavega, eftir kynni mín við þá finnst mér karlkyns og kvenkyns kettir allt öðruvísi. Vinkona mín hélt því alltaf fram að karlkyns kettirnir væru rólegri en ég er eiginlega á öndverðum meiði (þó svo að það sé ekki hægt að staðhæfa neitt um alla ketti, þeir eru vissulega hver og einn sérstakur einstaklingur). En hvað finnst ykkur, hvort kynið er rólegra að ykkar mati?