Ég skrapp út í búð í dag og rakst þar á litla bók sem heitir “ Litla Gjafabókin ” Kettir og er eftir Helen Exley og er þýdd af Orðabankinn Sf.
Eru svona ýmis smá ljóð eða orðatiltæki um ketti, ég keypti þessa bók og fannst hún alveg hreinasta snilld og lýsir litlu kisunum okkar alveg einstaklega vel. Mig langaði aðeins að sýna ykkur smábrot af því sem er í þessari bók, og mæli með að aðrir kisueigendur fái sér þessa bók :Þ

Eins og ljúfur morgunkoss snerti
trýni hans andlit mitt.
Löng hvít veiðihárin kitluðu mig
svo ég vaknaði alltaf hlæjand


Þegar hún gekk teygði hún úr sér,
Löng og grönn eins og lítill tígur,
Og bar höfuðið hátt til að sjá yfir grasið,
Eins og hún væri að þræða frumskógarstíg.


Ef aðeins einn sólargeisli nær að skína
inn í herbergið geturðu bókað að
kötturinn liggur þar og ornar sér.


Kettir reyna að kenna okkur mannfólkinu
nokkur einföld orð og setningar á kattamáli.
Þeir hafa komist að raun um að við getum vel
lært að skilja.
Til dæmis:
“Hleyptu mér út”
“Asni geturðu verið”
“Mig langar í mat”
“Komdu að leika við mig”

Hundar koma þegar kallað er á þá.
Kettir meðtaka skilaboð og hafa svo
samband þegar þeim þóknast :Þ

Kettir hafa mjög lítinn orðaforða.
Þeir sjá ekki tilgangn í að eyða tímanum
í að læra fleiri orð.
Þeir hafa ekki hugsað sér að hlýða neinum hvort eð er :Þ

Reyndu ekki að kenna kettinum þínum
nein brögð, Hann kann þau öll fyrir :Þ

Kettir eða gluggatjöld ?
Maður verður að velja :Þ

Svangur köttur getur hæglega haft hærra
en hæsta vekjaraklukka :Þ

Þetta er brara brot af því sem þessi bók bíður uppá
en vona að allir hafi notið þessarar stuttu lesningar.

Kveðja
Geiriv