Hæhæ, mig langaði að segja ykkur aðeins frá honum Valda mínum, sem ég fékk hérna á huga í janúar. Hann er 4 eða 5 ára núna í júní og er mjög stór og tignarlegur köttur. Hann er 6 kg, með langar lappir og stóra hramma.

Þegar ég fékk hann var ég ekki alveg að skilja nafnið Valdi, en eftir að ég kynntist honum skil ég það fullkomlega. Hann þarf alltaf að hafa völdin á heimilinu. Ég er með 3 aðra ketti, Sókrates, Húfu og Buxa. Sókrates er rétt tæplega eins árs og besti vinur Valda, enda eru þeir eins á litinn og finna þar sjálfsagt eitthvað sameiginlegt :) :) Valdi þolir ekki Húfu né Buxa. Sem er kannski skiljanlegt í Húfu tilfelli því hún er ákaflega skavond og hinn harðasti feministi :) :) :)

Á hverjum einasta degi liggur hann allan daginn og sefur á koddanum mínum. Þannig að þegar ég kem að sofa og reyni eitthvað að hreyfa við honum, kemur upp svipur sem er ekki hægt að skilja nema á einn hátt: Þetta er minn koddi, kona, burt með þig! Mjá!! ;) ;) ;) Uppáhaldsstaðurinn hans var einu sinni að sofa upp á hillusamstæðunni minni, en þangað flaug hann eins og ekkert væri. Þar hafði hann yfirsýn yfir herbergið og líkaði það vel, enda finnst honum hann vera kóngurinn á þessu heimili og er ekki að fela það neitt.

kv. Ragga