Hæ aftur, núna er komið að öðru stóru skrefi í lífinu hans Pjakks.
Hann var einmitt að fá lítinn félaga til að leika sér við og var það freakar skrautlegt að sjá þá tvo í gær. Pjakkur er búinn að vera Einræðisherra Alls í íbúðinni og svo er núna mættur eitthvað lítið og svart sem vill leika við hann og hann veit ekki hvað hann á að gera. Það kom upp smá “samskipta” örðuleikar þegar Púki -nýja kisan- borðaði úr dallinum hans Pjakks… og lék sér að dótinu hans og já, fór uppí sófa en ég vona að þetta sé bara tímbundið á meðan þeir eru að venjast hvor öðrum. Í fyrstu var Pjakkur frekar skelkaður þegar þessi nýja kisa kom og var MJÖG ósáttur við okkur (mennina) að hafa komið með hann en þegar púki sofnaði var Pjakkur að læðast í kringum hann að lykta og reyna að fatta hvað hann ætti að vera að gera. Í nótt svaf Púki í rúminu hjá höfðinu og Pjakkur lét sig hafa það að vera til fóta og urraði ef sá litli vildi vekja okkur til að leika *held að Pjakkur sé með meiningar um að hann einn meigi gera svoleiðis*. En nú langar mig að spyrja hversu lengi er svona “aðlögunartími” er vika nóg eða er það ljóst frá upphafi hvort þeir eiga eftir að vera sáttir og lifa saman??

Kv Nefi