Ottó kisan mín er 9 mánaða, hann hefur sennilega verið tekin aðeins of snemma frá mömmu sinni vegna þess að hann er svo lítill kettlingur í sér ennþá.. hann sleikir á mér hökuna og malar og malar, setur loppurnar sona í andlitið á mér og svona “stríkur” mér í framan og bítur svo sona laust í hana.. eins og hann sé að leita sér af spena.. hann gerir þetta bara við hökuna á mér.. Svo er svona geðveikt mjúk gólfmotta inná baði hjá okkur sem hann nýtur þess að liggja á mala og klórar/stríkur sona í hana eins og kettlingar gera þegar þeir eru að leita sér að spena hjá m0mmu sinni!
Vitiði um eitthvað sem eg get gefið honum sem hann getur notað annað en klósett mottu og hökuna mína ;)