Einu sinni átti ég heima í pínu einstakl. íbúð á Laugarásveginum.
Það kom oft kisa sem átti heima í næsta húsi inn um gluggann hjá mér en ég lét hana alltaf út aftur því að ég vildi ekki að hún myndi venja sig á að koma inn til mín. En hún var bara svo forvitinn að oftar en ekki sá ég í trýnið á henni inn um rifu á glugganum og ég stóðst ekki mátið að ég fór út til hennar og knúsaði hana. En hleypti henni aldrei inn til mín.
Svo einn daginn var ég að fara einhvert og var sest inní bílinn minn og sá eitthvað á götunni. Jú jú það var búið að keyra yfir forvitna köttinn :( Og litla stelpan sem átti köttinn kom á harðahlaupum hágrátandi í átt að kisu og maðurinn sem keyrði á hana var þarna líka. Þetta var mjög sorglegt…

lakkris