Já þeir eru skrítnir þessir kettir, á skemmtilegan hátt.
Hún Branda hennar ömmu (sjá fyrri grein) hafði mjög sérstakar matarvenjur. Hún vildi ekki borða ein!
Hún sótti alltaf einhvern til að láta hanga yfir sér og spjalla við sig á meðan hún borðaði þurrmatinn sinn. Hún fékk alltaf þurrmat og vatn og fisk svona spari.
Ef ég sat og var að horfa á sjónvarpið og Bröndu datt í hug að fá sér að borða kom hún alltaf mjálmandi til mín og nuddaði sér upp við mig og “leiddi” mig inní eldhús. Svo þegar ég kom þangað fór hún að borða. Hún borðaði smá og leit svo alltaf upp til að athuga hvort ég væri nokkuð að fara á 15 sekúndna fresti. Og ef ég gerði mig líklega til að fara þá labbaði hún alltaf fyrir lappirnar á mér og mjálmaði…ótrúlega fyndið.
Svo datt Bröndu oft í hug að borða á nóttunni. Þá vakti hún bara einhvern til að hafa hjá sér.
Frænka mín og maðurinn hennar bjuggu á þessum tíma hjá ömmu og afa og þau urðu stundum fyrir því að Branda “bankaði” á dyrnar hjá þeim á nóttunni.
Þá var hún orðin leið á að klóra í hurðina því að þau ignoruðu það. Þannig að hún tók bara tilhlaup og skellti sér bara á hurðina!
Þá opnaði maður frænku minnar hurðina alveg band brjálaður og Branda trítlaði þá í átt að eldhúsinu malandi og hélt að hann myndi elta sig og vera hjá sér á meðan að hún fengi sér bita :)
En ónei hann hennti henni öfugri út! Klukkan var jú bara 3 að nóttu.
Hún var svo skemmtilegur köttur, en það þurfti að lóga henni þegar hún var um 8-10 ára (minnir mig) því að amma og afi fluttu í eldri manna blokk og gátu ekki haft hana.
Það fannst öllum mjög sorglegt því að hún var alveg ótrúlega góð og yndisleg. *tár*
En svona er lífið…..

kv.lakkris