Þessi saga gerðist fyrir um 15 árum síðan.
Amma og afi áttu einu sinni kött sem hét Brandur.
Hann var frekar skrítinn köttur, hann stökk á fólk og lét öllum illum látum. Mér var sagt að hann hafi verið tekinn of ungur frá móður sinni, og hann átti það til að sjúga hálsinn á frænku minni eins og vampíra!
Eins mikið og ég elskaði ketti var ég drullu hrædd við þennann kött, ég stökk oftar en ekki uppá eldhúsborð hjá ömmu og beið þangað til að einhver myndi setja hann út :)
Svo einn góðan veðurdag týnist Brandur. Það líður og bíður og Brandur lætur ekki sjá sig og það var búið að leita um allt.
Nokkrum dögum seinna var afi einn heima. Hann var svolítill sjúklingur og lá mikið í rúminu eða sat í stólnum sínum í stofunni og horfði á sjónvarpið og reykti sína pípu.
Dyrabjallan hringir og afi fór til dyra, þar stóðu krakkar með Brand! Eða það hélt afi ;) Afi segir takk við krakkana og hleypir kettinum inn og hann fer í matardallinn og kúrði sig svo bara í sófanum.
Þegar amma kom heim úr vinnunni segir afi henni að Brandur sé kominn heim, en amma sér strax að þetta var ekki brandur heldur var þetta LÆÐA! Amma setur “Bröndu” út en alltaf kom hún aftur.
Nú átti hún heima þarna :) Amma auglýsti en enginn vildi kannast við hana þannig að hún fékk að vera.
Ég var rosalega ánægð með þessi skipti því að Branda var yndislegur köttur sem ég þurfti ekki að vera hrædd við.

ENDIR.

lakkris