Sumarið 1997 að ég held byrjaði köttur að flækjast í hverfinu, ég veit ekki hvort þetta hafi verið flækingsköttur eða ekki en hann var frekar líkur ketti frænda míns og frænku. Af og til fundum við hann inni í húsinu en svo einn dag þegar ég vaknaði og þurfti að fara í skólann var kallað á mig og inni í herbergi bróður míns var þessi köttur, og auðvitað búinn að koma sér vel fyrir í rúmi bróður míns. Bróðir minn sem var þá 16 hafði vaknað og kötturinn legið við hliðina á honum, glugginn hafði nefnilega verið opinn um nóttina. Ég bý í einbýlishúsi og á þessum tíma var ekkert búið að byggja í kjallaranum, svo hann var fullur af drasli (hann er reyndar næstum fullgerður núna), þannig að einn dag fékk ég köttinn til þess að koma þangað inn í gegnum glugga að aftan, sömu leið og ég varð að fara til þess að komast inn. Stundum tók ég hann inn í húsið en mamma mín og pabbi brjálast bara ef þau sjá kött þarna inni. Ég sýndi frænda mínum köttin og saman komum við upp með nafn: Flekkur! Ég hef ekki hugmynd af hverju við skýrðum hann það en það skiptir ekki lengur máli. Ef ég var t.d. úti að baða mig í sólinni kom Flekkur stundum og byrjaði að vera þarna hjá mér, kom og fór, kom og fór. Við urðum ágætir vinir held ég, en ég var líka að bera út Dag-Tíman (Dagur heitir það í dag), þannig að oft er ég var búinn skreið ég inn um gluggan og flautaði og hann kom, ég sast alltaf í gamlan rifin stól og Flekkur kom og sast á mér og byrjaði að kela við mig. Ég færði honum alltaf mjólk og stundum að borða, en svo einn góðan veðurdag, eftir að hann var búinn að vera þarna í rúmlega mánuð kom pabbi minn og sagðist vera kominn leið á þessum ketti, alltaf að vera í kjallaranum, skíta og pissa út um allt, hann sagði þetta bara út af því að hann vildi ekki hafa Flekk þarna, svo hann rak Flekk út, öskraði og sveiflaði kústi til þess að fæla hann burt, eftir þetta sá ég hann aldrei aftur. Það sem verst var að ég átti video-myndavél og hafði aldrei tekið mynd af honum, hvorki á spólu né filmu.

Ég á óteljandi fleiri sögur að segja um hann en mér bara finnst greinin hafa orðið nógu löng og ég þakka bara þeim sem nenntu að lesa greinina um hann Flekk minn.