Ég skil ekki fólk sem tekur að sér ketti og einhvern vegin virðist “gleyma” að hugsa málið til enda…
Það er til óeðlilega mikið af fólki sem fær sér kettling.. YEY alltaf gaman að eiga lítin kettling.. en svo auðvitað á endanum stækkar dýrið.. og þá eiga margir til að annað hvort bara gefa hann eða láta svæfa hann.. “það er bara ekkert gaman af honum lengur, hann bara sefur og skemmir húsgögnin með þessu klóri..” “hann fer svo mikið úr hárum” “hann pissar alltaf eitthvert sem hann á ekki að pissa, ef ég ”gleymi“ að skifta um kattarsand” “hann er alltaf svo svangur.. ég hef bara ekki efni á að gefa honum að borða”

ég meina fólk þarf að hugsa málið aðeins, þegar þú ert að fá þér kettling;

þá veistu að hann á eftir að stækka, og ekki vera lengur litli fjörugi kettlingurinn sem kiftist upp við minsta skrjáf og alltaf til í að leika sér..
þú veist að hann mun fara að klóra í húsgögnin þín,
þú veist að hann á eftir að fara úr hárum,
Þú veist að hann mun þurfa að borða eins og við mannfólkið
þú veist að hann þarf að gera þarfir sínar og það í kassa sem þú þarft að þrífa

Það sem hægt er að gera:
Haltu kisunni þinní bara í góðri þjálfun, það er.. ekki láta hann fitna of mikið, passaðu að hann fái hreint og gott loft, gott mataræði og þess háttar, passaðu að hann hreyfi sig eitthvað..
þú vilt ekki að hann klóri í húsgögnin, vendu hann þá bara af því.. kauftu sona klóribretti.. ef þú kemur að kisunni þinni þegar hún erað klóra í húsgögnin, ekki skamma hana, taktu einfaldlega í loppurnar á henni(ekki fast og ekki bara taka í loppurnar á henni, taktu i loppurnar á henni og haltu undir hana ef þú þarft að færa hana eitthvað langt) og farðu með hana að klóribrettinu og settu loppurnar á henni á það.. þá oftast heldur hún áfram þar.. þetta þarftu að gera oft.. bara sýna þolinmæði, þá kemur þetta allt

Hún fer of mikið úr hárum…
Gefðu henni mat sem stuðlar að betra hárafari.. þurrmatur er góður í það, kemdu kisunni oft, henni finst það gott og hún fer minna úr hárum…
einnig ef kettir eru hræddir fara þeir meira úr hárum, svo bara ekki lata kisu vera hrædda…

kisa leikur sér svo lítið lengur….
Það er til alveg hellingur af dóti sem gamlar kisur nenna að leika sér með… t.d svona loðnar mýs.. flestar kisur eru sjúkar í þannig apparöt.. einnig er til fulltaf dóti með svona “Cat nip” sem er dót með lykt inní.. svona lykt sem örvar kisu til að leika sér

hún borðar svo mikið…
Auðvitað þarf kisa að borða.. best er bara að passa að það sé alltaf vatn hjá kisu.. það þarf ekki að vera matur hjá henni alveg 24/7.. kisa deyr ekki ef hún er ekki alltaf með mat hjá sér.. þótt hún væli þá er hún ekki alveg að deyja úr hungri.. það er hægt að hafa matmálstíman hjá henni reglulegan.. gefa henni alltaf að borða á sama tíma.. en samt verður að passa sig að svelta hana ekki, gefa henni bara að borða oftar..

hún er svo fljót að fylla kassann sinn….
besta ráðið við þessu erað í hvert skifti sem þú sérð að það er kúkur í kassanum, þá hreinsaru hann.. þá helst kassinn miklu hreinni.. ef kassinn er mikið skítugur þá vilja kettirnir ekkert míga í hann og pissa bara eitthvert annar staðar… þér finst það kanski ógeðslegt af kisunni þinni.. en hugsaðu.. myndir þú gera þarfir þínar í klósett sem væri fulltaf skít og ekki búið að þrífa það lengi lengi.. nei ég held ekki…

hún er alltaf úti svo lengi.. alltaf á eitthverju lóðaríi og er alltaf að koma ólétt heim…
Sko þetta er minsta mál… bara láta gelda dýrið.. þér finst þetta kanski grimmt.. en þetta er oftast lang best.. ógeldir fresskettir eiga það til að fara út á “kvennafar” og koma bara aldrei heim aftur.. læður eiga það til að koma heim óléttar og eignast svo kettlingana sem þú situr uppi með og getur ekki losnað við eða tímir ekki að láta lóga þeim.. þeir eru svo mikil krútt bla bla bla..
kostir þess að láta gelda kisu.. kisa er ekki alltaf úti að hözla, hún er meira inni hjá sér.. þú veist hvar hún er á næturnar og getur sofið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hvort hún komi heim eða ekki…
læðum er hægt að gefa pilluna.. en þá verður líka að passa að missa ekkert úr.. það þarf að gefa henni pilluna, einu sinni í mánuði minnir mig.. er ekki viss..
kettir eiga það til að fitna þegar þeir eru geldir en þeir róast aðeins niður af því..

Svo verðuru að passa að merkja köttinn þinn vel.. láta hann vera með ól, þar sem nafn kattarins, heimilisfang og simanumer er á.. svo verður kisan líka að vera með bjöllu.. það er bæði gott til þess að mar heyri almennilega í henni ef hún er eitthverstaðar og svo að fuglarnir og mýsnar og svona heyri í þeim ef kisa er svöng eða vill einfaldlega bara leika….
ekki kaupa ól á kisu sem bara af því að þér fanst hún svo flott.. kauftu ól sem er þægileg á kisu.. Það eru auðvitað til flottar ólar sem eru þægilegar.. jah auðvitað finst kisu ekkert þægilegt að hafa ól.. en hún venst því.. taktu líka ólina af annars lagið og klóraðu henni þar sem ólin er.. Kettir elska það…og svo þegar þú ert að venja kisu á að hafa ól.. þá þýðir ekkert að setja bara ólina á hana búið.. þú verður að setja hana á hana láta hana vera með hana í smá stund og taka hana svo af.. gera þetta alveg þar til kötturinn kippir sér ekkert við að hafa ól utan um hálsin.. þú verður lika að passa að ólin sé ekki of þröng og ekki of víð.. hún má ekki hindra það að kisa geti andað og það verður að passa að kisa geti ekki komið neðri gómnum undir ólína.. getur fests svoleiðis.. ekki gott.. (það hefur skeð..)
best erað kötturinn ætti svona ól með smellu/klemmu.. hvað þetta nú heitir… kötturinn minn á svoleiðis.. hún var reyndar keyft útí new york.. en það hlítur að fást eitthvað álika hér.. Það er mjög góð ól.. hún opnast bara við minsta kipp.. t.d efað kötturinn mindi festast í eitthverju.. eða það er..ólin.. þá kirkjist kötturinn ekki heldur losnar ólin og kisan sleppur! þetta er svona álika og öryggisnæla á hjólahjálmum.. bara þarf minna til að losa hana..


jæja þetta er víst komið nóg… vona að eitthver af ykkur hafi lesið þetta og ekki leiðst neitt sérlega mikið… þetta eru bara hlutir sem fólk þarf að hugsa útí.. margir eiga það til að “gleyma” því..
að fá sér kisu er bara eins og að eignast barn.. þú þarft að vera alveg viss að þú sért alveg 100% tilbúin til þess! Svo færðu þér kisu og það er eitthvað sem þú átt aldrei eftir að sjá eftir! (ef þú hugsar almennilega um hana það erað segja..)

Adios =)