Þetta er alvarlegt mál... eða allavega soldið Sko hún Fíbí, læðan okkar, hún er geld og það hefur ekki verið neitt vandamál með hana, hún hefur alltaf pissað og kúkað í kassa, en fyrir stuttu þá þá tókum við kassan því hún var farinn að pissa úti og við vildum að hún myndi bara gera það alltaf og ekki vera með kassann. En svo fórum við að heiman eina helgina og þegar við komum heim var þvílík hlandlykt og búið að kúka á gólfið, samt vorum við með kassan inni hjá henni og opinn glugga. En vitum ekki hvort það var hún eða aðrir kettir því það eru margir kettir í hverfinu og þeir eru oft í garðinum hjá okkur og hafa verið að koma inn uppá síðkastið. Við heyrum líka oft þvílík kattakvæs úti í garði. Getur verið að hún sé svona hrædd við þessa ketti og pissar þessvegna inni eða eru þeir að pissa inni hjá mér. Samt er hún ekkert skrítin, hún kemur alltaf og kúrar hjá okkur á nóttinni og malar svo mikið að það liggur við að hún hrjóti! þannig hún er ekkert óánægð með okkur held ég.
Svo er svo skríðið með kattahlandslyktina að það er svo erfitt að finna hana, hún gís kannski upp allt í einu, en það er enginn einn staður sem er lyktarmeiri enn annar.
Hvað er til ráða kattarfólk?? :)