Jæja,

Fyrir þá sem ekki vita þá eignaðist læðan mín 5 litlar dúllur fyrir 1 og 1/2 mánuði síðan og nú fer að koma að því að finna fyrir þá heimili.

Þetta eru þrjár læður og tveir fress. tveir kettlingarnir eru gulbröndóttir en hinir eru grábröndóttir.

Eins og þið sjáið kanski á titli greinarinnar þá lítur út fyrir að það séu bara tvær læður en við komumst að því að Rómeó er kvenkyns eftir að við vorum búin að skýra hana, svo ákváðum við bara að halda nafninu =)

Bjössi bolla, Joey og Rómeó eru grábröndótt.

Bjössi bolla er soldið feitur og loðinn og alltaf með svona prakkarasvip eins og hann sé alltaf glottandi =) honum finnst skemmtilegast að slást við Joey því hann er minnstur =)

Joey er minnstur og mesti pjakkurinn, soldið vitlaus greyið en alveg rosalega sætur =)

Rómeó er orkuboltinn og finnst skemmtilegast í eltingaleik… eltir mann þar til maður snýr sér við, þá panikar hún og spólar í burtu =)

Svo eru Phoebe og Júlía gulbröndóttar.

Pheobe er soldið lík Bjössa bollu, hún er alveg rosalega loðin!
Hún er ekki mikið fyrir að kúra og láta klappa sér, hún vil bara leika. Hefur rosalega gaman af því að fela sig og stökkva svo á mann þegar maður á síst von á því =)

Svo er það uppáhaldið mitt, hún Júlía! Hún er alveg rosalega sæt, kúrir hjá manni tímunum saman og horfir á mann með ekkert smá sætum svip! Svo þess á milli slæst hún við mann og eltir mig hvert sem ég fer.

Ég er ekki enn viss hort ég tími að láta Júlíu fara… verð að sjá aðeins til með það. =)

Ef ykkur langar í litla kisu og lýst eitthvað á þessar lýsingar mínar þá megið þið endilega hafa samband við mig =)


Kveðja,
Isabel