Langar bar að segja ykkur meir frá litlu dúllunum mínum sem eru alveg að verða þriggja vikna, þetta eru algjörar dúllur sem ég er búin að nefna Vælu(út af því hvað hún vælir mikið) svo er það hún Grámína og svo er það fressinn sem fékk nafnið Tígri(hann er eins og tígrisdýr í framan). Þau eru nú farin að reyna að leika sér nú í kassanum svolítið og í þvílíkum leik við hvort annað. Núna er líka gaman að fylgjast með þeim því að þeir eru að reyna að standa í aftur loppurnar og ganga aðeins um í kassanum, svo um daginn þá var annar þeirra svo vitlaus að hálf festa hausnum sínum á kassabrýkinni og vældi og vældi því hann vissi ekki hvernig hann átti að losa sig. Svo eru þeir að verða algjörar “pempíur” eins og mamman því að þeir eru farnir að reyna að þvo sér eins og mamman gerir þó að hún þvoi þeim við hvert tækifæri, þannig að það er alltaf líf og fjör á þessum bæ!

En mig langar að spyrja ykkur(þar sem ég hef aldrei átt kött áður)er það ekki skrítið að læðan mín taki ekki kettlingana upp á hnakkadrampinu þegar hún þarf að færa þá eitthvað? Hún mjálmar bara á mann og bíður eftir að maður færi þá fyrir hana!

Svo er það önnur spurning: hvernig er það þegar maður tekur aðra kettlinga að sér í “fóstur” sem að eru enn á spena,hvað á/þarf ég að gera? Það er nefnilega þannig að vinkona mín á 2 ketti og gaut læðan hennar 2 kettlingum en svo er vinkona mín að flytja út en ætlar að taka læðuna og fressinn með, en kettlingarnir verða allt of ungir til að fara frá mömmunni þannig að ég hugsaði með mér að taka þá að mér í staðinn fyrir að láta lóga þeim! þannig að hvernig er best að gera þetta? (vonandi fattið þið hvað ég á við)

kær kveðja valsarakvk