Kettlingurinn Natalía Ég verð að segja ykkur eitt alveg hræðilegt sem ég hef á samviskunni…
Fyrir um það bil ári síðan átti læðan mín 6 kettlinga. Læðan býr hjá mömmu minni útá landi en ég í Reykjavík. Þegar ég kom í heimsókn til hennar þegar þeir voru svona 2.vikna og mér fannst þeir vera svoldirð ræfilslegir. Þeir voru í svo litlum kassa að þeir gáru eiginlega ekkert gengið um og mér datt í hug að fara með þá uppí rúm (vildi ekki setja þá á gólfin, var svo hrædd um að þeir myndu tínast). Svo fara tveir að slást og ég skil þá að. ÞÁ DATT EINN KETTLINGUR Á GÓLFIÐ!!! Lítið læða!!! Ég fékk algert sjokk. Setti hina aftur í kassan en setti læðuna í lófan og hljóp með hana til mömmu… Hún var alveg sallaróleg og sagði að þetta væri allt í lagi, rúmið væri svo lágt. En ég, ég var eins og móðursjúkur brjálæðingur. Hélt að ég hefði stór skaddað litla greyið. Ég var lengi eftir á alltaf að segja við mömmu:“Mamma, sjáðu. Ef ég geri þetta þá gerir hún ekki neitt. Ég held að hún sé blind” eða “Sjáðu hvað hún labbar undalega, kannski er hún fótbrotin eða eitthvað” og allt þar fram eftir götunum. Litlir kettlingar eru svo litlir og brothættir finnst mér.

Ég tók þvílíku ástfóstri við þennann kettling, skírði hana Natalíu og var alltaf með hana hjá mér þegar ég heimsótti gamla settið. Alltaf þegar ég hugsa um þetta fæ ég rosalega mikið samviskubit, fæ bara íllt í magann. En núna er þetta komið út. Þvílíkur léttir.

Eva.

P.S.
Henni líður vel í dag, spræk og krúttuleg hjá eiganda sínum. En samt, díses hvað ég var vitlaus.
“Fögur kona gleður augað.