Hæ! Kisan mín,Tinna eignaðist kettlinga 5. febrúar sl.
Kettlingarnir eru mjög sætir, svartir og hvítir.Kisan mín er svartur,norskur-skógarköttur og mjög loðin svo að kettlingarnir eru frekar loðnir. Við höldum að þetta séu tvær stelpur en fyrst strákur og stelpa þannig að einn kettlingurinn heitir í augnablikinu Blettur en hinn kettlingurinn Bolla eða Skjóða.

Blettur: Blettur er frekar lítil með stóran svartan blett á snoppunni. Hún er frekar lítil en með mjög stór augu.
Þegar hún var minni vorum við svolítið mikið með hana svo að hún er vön mönnum.


Bolla: Bolla er frekar stór kettlingur. Hún hlaut nafnið Skjóða vegna þess hvað hún vælir mikið þegar hún er tekin frá mömmu sinni.
Bolla er með þrjár pínulitlar doppur alveg upp við nefið á sér og hún stekkur lika í burtu frá manni þegar maður heldur á henni.

Nákvæmlega núna er Tinna að þvo þeim og Bolla setur alveg loppuna á munninn á mömmu sinni alveg eins og hann sé að segja:æ, ég vil ekki meira, hættu mamma!

Já, áður en ég hætti þá skilar Bolla til ykkar kveðju:,,MJÁ"



e.s.ég sendi mynd af þeim seinna.:)
öhhh…