Heil og sæl öllsömul.
Ég fór nýlega norður á land að heimsækja fjölskyldu mína, þó einkum Tinnu Svört Sítudóttur, gömlu kisuna mína. Ég segi gömlu því hún er nú orðin 18 ára og mamma er orðin svartsýn að framtíðarhorfur hennar.
Ég hélt alltaf að gamlir kettir ættu að fitna þegar þeir eldast en hún horast bara niður, þrátt fyrir allar tilraunir foreldra minna í að hressa hana við. Hún fær nautahakk, fisk, rækjur og rjóma og það er yfirleytt alltaf þríréttað hjá henni. Hún borðar alltaf smávegis en greinilega ekki nóg. Mig hryllti við þegar ég sá hana núna, þegar ég klappaði henni fann ég öll rifbeinin og hrygginn. Ef hún væri manneskja myndi ég lýsa henni sem mjög slæmu tilfelli af anorexíusjúkling.
Mér finnst erfitt að horfast í augu við það óumflýjanlega en það kemur víst að því einhverntímann. Ég hef samt heyrt um ketti sem verða 20 og eitthvað og var að vona að Tinna mín lifði að eilífu.
Hinsvegar finnst mér óeðlilegt að hún sé svona horuð. Hvað finnst ykkur? Henni virðist ekki líða illa, hún malar mikið, sefur mikið og ferðast um þrátt fyrir að vera orðin svoldið sjóndöpur.
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur reynt þetta eða veit eitthvað um öldrunarlækningar katta.

Með kveðju
Kattakonan
Catwoman