Köttur nágranna míns er einn sá furðulegasti köttur sem ég hef vitað um! Hann er svo forvitinn, er alltaf að lauma sér inn þar sem eru opnir gluggar eða dyr, og eitt skiptið var hann kominn alveg upp á aðra hæð heima hjá mér!! Og við eigum líka hund. Ja, hund sem þessi köttur elskar að stríða. Alveg gjörsamlega elskar það að stríða honum!
Ekki nóg með það, hann er bíla sjúkur. Hann er alltaf kominn inn í bílana ef hurðin er skilin eftir opin í smá stund. Og svo klifrar hann uppá þá líka og fer jafnvel ekki niður þó svo að maður sé farinn af stað!!
Þetta er algjör útiköttur, er úti allan daginn í hvaða veðri sem er. Og hann elskar snjó! Hann velltir sér uppúr snjónum alveg eins og hann getur. Ég hef aldrei vitað um kött sem elskar að velta sér uppúr snjó! Flestir flýja þeir inn eins fljótt og þeir geta!!