Vitiði það að hún Lukka kisan mín hún er mjög æst í að borða allt það sem ég borða. Ég gef henni katta mat svona dagsdaglega, svona elli smelli kattamat afþví að hún er orðin svo gömul! En ef að ég er með eitthvað svona að narta í, hvort sem það er kex, kökur, snakk eða súkkulaði þá vill hún alltaf fá líka! Hún er td sjúk í Maarud papriku flögur!! Hafið þið vitað kött sem er sjúkur í snakk??? Og svo í gær þá var ég að borða piparkökur og kisa vildi auðvitað fá að smakka….en hún borðaði þær samt ekki. Samt vildi hún ekki trúa því að það sem ég gaf henni væri það sama og ég væri að borða afþví að ég hámaði þetta í mig, en hún vildi það ekki. Og hún hélt áfram að biðja mig um að gefa sér!!