Dúllan mín er orðin 14ára í dag(ekki neitt fáránlegt aprílgabb)

Ég er búin að eiga Dúllu svo lengi sem ég man eftir mér og er hún fyrsta gæludýrið sem ég eignaðist. Hún er íslenskur húsköttur, rosalega stór og alveg rosalega góð. Hún er eini kötturinn í hverfinu sem hleypur ekki í burtu þegar fólk ætlar eitthvað að tala við hana.
Dúlla hefur aldrei getað unað sér með hálsól svo hún hefur veitt ófáan fuglinn um ævina! oftast hefur hún komið með þá inn lítið sem ekkert særða og sleppt þeim til að gefa okkur í fjölskyldunni eða einfaldlega til að veiða þá aftur sjálf. Hún hefur hinnsvegar aldrei tekið það með í reikninginn að hérna heima eru 5metrar til lofts og ekki einfalt að ná í fuglinn aftur svo að í hvert skifti sem hún hefur gert þetta hefur hafist upp í 2klst. eltingarleikur við fuglana svo að þeir drepist ekki úr hungri einhversstaðar uppi í stofni!!!!!
Dúlla var tekin úr sambandi um leið og við fengum hana svo að hún hefur aldrei átt kettlinga(enda nóg til af heimilislausum köttum). Hún hefur ekki verið mikil félagsvera á aðra ketti og eini kötturinn sem henni líkaði vel við dó þegar hann var 12ára og hún 11ára. Eftir að hann Prins dó hefur hún ekki verið jafn sækin á það að fara út og þannig. Núna fer hún rétt út til að gera þarfir sínar og er svo komin inn aftur. Ég er alltaf að vona að hún Dúlla verði eilíf eða eitthvað því að ég veit ekki hvernig það verður að vera án hennar… ég vona allavega að hún verði það langlíf að ég verði flutt út þegar hún fer!