Ég átti læðu sem dó í október sl. Hún lék sér eins og hundar leika sér. Hún elskaði hljóð í bréfi sem ég var að krumpa.
Ég safnaði gulu debet nótunum fyrir hana :) Svo þegar ég krumpaði eina nótu kom hún alltaf á harðahlaupum til mín, þótt hún væri sofandi þá vaknaði hún og kom.
Svo kastaði ég “pappírs boltanum” og hún hljóp af stað og sótti hann, og ekki nóg með það heldur kom hún með hann til mín og lagði hann við hliðina á mér og mjálmaði og malaði heldur betur hátt!
Og þá kastaði ég honum aftur og hún af stað og sótti hann.
Okkur fannst alltaf svo gaman að sýna gestunum okkar þetta og vakti þetta alltaf jafn mikla kátínu.
En aftur á móti skildi fressinn minn þennan leik ekki, heldur varð bara pirraður á henni þegar hún fór að elta bolta…..og stökk á hana afbrýðsamur.. he..he..þau eru yndisleg þessi dýr.

Málið er að það hafa allir kettir sín sérkeni, og það er alveg frábært hvað þeir eru ólíkir.

kv.lakkris