Mig langar að tileynka fyrstu greininni minni gömlu kisunni minni honum Alexander!
Við fengum hann 13 ágúst 1990.. þá hafði hann fundist á Klósetti uppí Hreðavatnskála..
Hann var kanski ca 3 mánaða þá.. ótrúlegt hvað fólk getur verið Grimmt að skilja lítinn kettling eftir á klósetti í sjoppu uppí sveit!
en já allavega.. ég var búin að eiga hann í 9 ár.. hann hefði orðið 10 ára í ágúst..
einn daginn í Mars 2000.. varð hann svo skrítin eitthvað.. mamma hélt hann væri með kvef.. svo við fórum með hann til læknis.. Þetta vará föstudegi… Læknarnir sáu ekki alveg hvað var að honum svo þau vildu hafa hann hjá sér yfir nótt! Það var ekkert smá erfitt.. Við fundum það strax á okkur að eitthvað væri að..
Svo á laugardegi.. var tekin röntgen mynd af honum… og ekkert var vitað hvaðværi að… hann var orðin voða máttfarin.. vildi ekkert borða eða neitt.. lá bara og “svaf”…
svo á sunnudegi.. var erfiðasta ákvörðun lífs míns tekin..égþurfti að segja já við að láta svæfa litla “barnið” mitt!!!
Hann var svo veikur.. lá bara þarna í minstu öndunarvél sem ég hafði getað huxað mér að væri til.. átti svo erfittmeð að standa upp… mjálmaði veiklega til okkar…
svo kom það.. ég sagði já….
Það erfiðasta sem ég gat á æfi minni gert.. en þettaþurfti ég að gera.. annað væri bara eigingirni..

seinna komumst við að því að hann hefði fengið bráðakrabbamein!
Þetta hræðilega atvik tók aðeins 3 daga!!