Í nótt eignaðist læðan mín kettlinga. Ég var búin að bíða með þvílíkri tilhlökkun eftir þessu en þetta varð eiginlega meira eins og martröð.
Sá fyrsti sem hún gaut var frískur og fínn og fann strax spena og svona. En númer 2 var ekki svo heppinn. Hann dó í fæðingunni.
Númer 3 lifði af en númer 4 dó líka…hann var svo rosalega lítill, bara eins og helmingur á við hina kettina og þegar hún reyndi að bíta naflastrenginn sundur. kom bara gat á magann á honum. En hann var sem betur fer dáinn fyrir þann tíma. Númer 5 og 6 lifa og ég vona að það verði ekki fleiri kettlingar en þetta. Hún var að enda við að gjóta þeim sjötta bara fyrir 5 mínútum.
Ég er ennþá í svo miklu sjokki yfir þeim sem dóu að ég skelf öll og titra. Ég reyndi að koma lífi í þennan númer 2 eins og ég gat en ég var bara of sein. Sömuleiðis með hinn. En það var bara ekkert sem ég gat gert.
Svo leið svo langur tími á milli fyrsta og annars að hríðarnar hjá henni urðu svo sárar að hún beinlínis veinaði af sársauka þegar hinir voru að koma út.
Ég er samt glöð yfir því að hún skuli eiga 4 spræka kettlinga og ég vona svo innilega að þeir lifi þetta alltsaman af.
Annars er ég bara svo sjokkeruð og sorgmædd að ég get ekki einusinni hugsað rétt.
En eftir svona 9 vikur þá vitið þið hvern þið eigið að hafa samband við ef ykkur vantar kettlinga.
Kv Cat Lady
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.