Ég á frábæran kött, sem þrátt fyrir ýmis vandamál, s.s: hún fer endalaust úr hárum og hefur verið frekar mikið veik, er orðinn einn af meðlimum fjölskyldunnar. Hún er nú búin að vera hjá okkur í tæp tíu ár, þannig að það er ekki skrítið. En núna virðist það vera eina lausnin fyrir þetta heimili að lóga henni, því við höfum fengið manneskju inn í líf okkar sem er með mikið ofnæmi fyrir köttum og getur varla komið í stutta heimsókn án þess að bólgna upp og svoleiðis vesen.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er líklega það sem þarf að gera, en það verður samt örugglega mjög erfitt, eins og allir sem eiga eða hafa átt gæludýr gera sér grein fyrir. (núna á meðan ég er að skrifa þetta liggur hún á borðinu á milli handleggjanna á mér og vill láta klappa sér)
Og þótt ég viti að hún eigi örugglega ekki mjög langt eftir, þá er miklu erfiðara að láta lóga henni. Það er bara eitthvað við það. Og þetta þýðir líka að þegar hún er farin þá getum við ekki eignast annan kött. Mér myndi finnast heimilið mitt ótrúlega tómlegt án þess, það veít ég fyrir víst. En svona er lífið…