Nói litli Jæja, þar kom að því… Nói lenti í fyrsta slysinu sínu og slasaðist nokkuð.

Þannig var að við vorum með vinafólk í mat og þar sem vinkona mín var með ofnæmi lokuðum við Nóa inni í svefnherbergi. Hann var með mat og vatn og allt til alls en það var ekki nóg..

Við erum með krækjur á gluggunum, erum að vinna að því að fá upp almennilegar festingar, sem við tillum þegar við opnum gluggann. Þegar einhver vindur er fjúka gluggarnir stundum upp og það gerðist einmitt þetta kvöld.

Þegar Nóa fór að leiðast og verða mjög pirraður yfir því að fá ekki að vera með í gamninu inni í stofu ákvað hann að fara í skoðunarferð og sjá hvort ekki væri eitthvað skemmtilegt inni í herbergi. Leið hanns lá upp í gluggann og eitthvað var hann að sniglast þar en tókst ekki betur til en svo að þegar hann var að leika sér í opinu og reyna að gægjast út eins og hann gerir alltaf í eldhúsinu (sem er ekki með gluggasyllu) steig hann út, rann á járninu og datt niður tvær og hálfa hæð (2 hæðir og 1/2 kjallarinn) niður á hellulagða stétt.

Sem betur fer átti vinur okkar leið niður í bílinn sinn og fann Nóa hríðaskjálfandi og meiddann undir bílnum okkar. Þegar hann kom með hann upp hélt ég fyrst að hann hefði elt hann út en sá svo hvers kyns var þegar hann setti hann niður. Hannn lá þarna skjálfandi og skælandi og það mátti ekkert koma við hann. Við gátum ekki farið með haan til læknis því þetta var seint á sunnudagskvöldi.

Það var ekki fyrr en tveim tímum síðar sem hann fór aðeins á ról og ég gat skoðað hann almennilega. Hægri afturfóturinn var alveg ónothæfur og rosalega viðkvæmur, sá vinstri líka en hann gat hökt um á þremur fótum. Hann var allur mjög aumur en virtist ekki vera brotinn. Hann skældi mikið þessa nótt og ég setti rúmið hanns við hliðina á koddanum mínum svo hann væri ekki einn en yrði heldur ekki fyrir hnjaski.

Strax kl 8 um morguninn fór ég með hana til dýralæknis og ég var svo miður mín yfir því þegar hann grét hjá honum að ég var næstum því farin að skæla sjálfur !!!. Niðurstaðan var sú að hann er tognaður í mjöðminni og það er bara tíminn sem læknar það. Hann gaf honum samt bólgueyðandi sprautu og svo fórum við heim.

Hann er enn helaumur í mjöðminni en er búin að jafna sig á sjokkinu og er farin að haga sér eins og hann er vanur. Hann er samt ekki að fatta það að hann getur ekki hoppað upp á allt í bili og er alltaf jafn svekktur þegar hann drífur ekki og dettur..

Við vonum bara að hann verði fljótur að jafna sig því það er svo sárt að sjá svona lítið grey meitt !!.

Takk fyrir.