Hvernig er það svona almennt, baðið þið kettina ykkar reglulega?

Ég hef aldrei baðað minn kött, hann var nú reyndar svo mikið inni þar til fyrir 3 mánuðum og vá hvað feldurinn á honum hefur breyst, ekki þessi mjúki silki feldur.
Hann er orðinn skítugur, enda elskar hann að velta sér uppúr sandugri gangstéttinni fyrir utan, því skítugri sem gangstéttin er því betra :)
En ég ætla að prufa að baða hann í kvöld.
Hann er nú ekki hræddur við vatn en kannski er honum illa við að láta baða sig…ég vona samt ekki.
Ég keypti kisusjampó og alles :)Hann ætti nú að vera ánægður með það!

Hafið þið einhverja reynslu og/eða ráð fyrir mig um kattarböð?
Væri gaman að heyra….

kv.lakkris