Ég og unnusti minn fengum okkur tvær kisur fyrir um 2 1/2 árum síðan.
Við ætluðum bara að fá okkur eina, læðu en svo þegar við fórum að sækja kisu féllum við bara fyrir bróður hennar líka svo að við tókum þau bæði :) Reyndar kom hann viku seinna til okkar.
Þetta eru ólíkustu kettir sem ég veit um þó svo að þau séu úr sama goti, en mér er sagt að þeir geti átt sitthvorn pabbann þó svo að þeir hafi verið úr sama goti.
Annar (fressinn) er stór og frekar búttaður og með merii persafeld heldur en læðan (mamman var 1/2 persi). En læðan var lítil og brothætt og það var yndislegt að horfa á þau saman því að það var svo mikill stærðarmunur á þeim og svo ef eitthvað bjátaði á þá verndaði hann hana alltaf. Stóð svona við hliðina á henni og hallaði sér yfir hana, ýkt sætt:)

Ég tala í þátíð með þau því að hún er dáin ;(
Já hún var drepin af unglingum í garðinum heima í október….
Og fressinn var úti og horfði á allt saman. Hann gat því miður ekki verndað hana í það skiptið:( Hann stóð yfir henni og var eitthvað að sleikja hana þegar ég kom að þeim *tár*
VONDI HEIMUR! Og nei ég bý ekki í fellahverfinu, ég bý í Laugaráshverfi…

En það tók hann ekki svo langann tíma að komast yfir þetta áfall. Það tók mig miklu lengri tíma að jafna mig.
Við gleymdum okkur nefnilega aðeins í að dekra hann extra mikið eftir þetta allt saman. Hann fékk allt í einu að gera fullt af hlutum sem voru á bannlista áður :)
T.d að sofa inní herbergi hjá okkur á nóttunni og það sem meira er, uppí rúmi! Og hann fær ALLA þá athygli sem hann þarf(and then some), hann var nú alltaf meiri knúsari heldur en læðan. (Hún var meiri lady, og miklu sjálfstæðari en hann) Og hann elskar að láta klappa sér og knúsa sig og sækir rosalega mikið í okkur og þá sérstaklega mig.
Og það er stundum kapphlaup inní herbergi á kvöldin þegar á að fara að sofa á milli hans og unnusta míns :) Kötturinn er yfirleitt aðeins sneggri og kemur beint undir sæng og sofnar! Já ég veit… hann er dekraður:)
En svona er þetta bara.

Ég ELSKA kisur, og reyndar hunda líka og mundi hafa einn ef ég hefði tíma og húsnæði fyrir hann, en það verður seinna:)

*Kisu-líf*

lakkris.