Þegar ég var níu ára eignuðumst við lítinn kettling. Ég var mikið ein heima á þessum tíma og kettlingurinn vandist mér þessvegna mest.Við skýrðum hana Gusu því það var alltaf svo mikill gusugangur í henni þegar hún var yngri. Hún vildi ekkert með aðra fjölskyldumeðlimi hafa og svaf hjá mér allar nætur þangaðtil mamma bannaði mér að hafa hana hjá mér og fór að hafa hana inná baði á nóttunni. Ef við vorum að horfa á sjónvarpið eða lesa eða eitthvað lá hún alltaf í kjöltunni á mér. Hún átti líka til að koma og knúsa mig. Þá setti hún loppurnar á axlirnar á mér og kúrði hausinn við hálsinn á mér í smá stund. Það mátti enginn halda á henni nema ég. Ef einhver annar dirfðist, þá var hann klóraður með það sama. Hinsvegar malaði hún alltaf hjá mér og horfði með fyrirlitningaraugum á alla aðra.
Hún leit á mig eins og kettlinginn sinn. Hún talaði alltaf við mig með svona mrrrrrr hljóði og hún gat talað ansi mikið þegar hún var í stuði ;)
En nú er hún farin í “Dýrafjörðinn” (himnaríki fyrir dýr) þessi elska. Hún var orðin svo veik í ristlinum, okkur grunar að hún hafi verið með ristilkrabbamein. Hún hefði orðið 14 ára 14 mars.

Ég á eftir að sakna Gusu minnar. Mér finnst hún að mörgu leyti hafa kennt mér meira en mín eigin móðir og verið mér betri en hún.
En svo er nú það.
Kv Cat Lady
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.