Eins og ég hef sagt ykkur frá þá fékk ég kettling í Nóvember, en átti áður 6 ára kött(við ákváðum eiginlega að fá okkur kettling fyrir þann stóra vegna þess að honum leiðist allveg rosalega) Sá fullorðni var ekki mjög glaður þegar litli púkinn kom á heimilið, og er ekki enn allveg orðinn sáttur..
Samt má sjá þá kúra saman á stól, en Ljúfur (litli kisinn) á það til að bíta í hann og vill eitthvað fara að leika, þá hvæsir stóri á hann og urrar…
Ljúfur hefur mikið verið að fylgjast með þeim stóra og eltir hann um allt. Um daginn sá Ljúfur hann fara út, og vildi kanna það aðeins betur og fór út um þvottahúsgluggann… síðan hefur honum langað að fara út, svo að við keyptum ól handa honum og leifðum honum að fara út með bróður sínum, þá í fyrsta skipti í langann tíma sé ég stóra hlunkinn minn leika sér, hann hefur verið doltið þunglyndur eftir að bróðir hanns, Grettir dó og hefur ekkert viljað leika sér, ekki einu sinni með band, eða mús…en nú var komið allt líf í hann og byrjaði að hoppa um garðinn með kettlingnum!!! ég varð allveg rosalega ánægð með að þetta hafi heppnast svona vel og ég mæli með því að fá ykkur annan leikfélaga fyrir köttinn… fyrst héldum við á heimilinu að hann myndi ALDREI vilja fá einhvern annan kött á heimilið og myndi bara fara að heiman, en það gerðist ekki og þeir eru algjörir vinir, nema þegar litli er að vekja stóra til að koma í leik!!! ;)

P.S. Ég er eiginlega í vandræðum með eldri kisann minn, hann er rosalega feitur en er búinn að vera á diet fóðri í u.þ.b. einn og hálfan mánuð, en hann virðist bara fitna!!! getur það verið að hann sé að fá mat einhvernstaðar annarstaðar??? við búum í hverfi þar sem margt gamalt fólk býr! Hvað skal ég gera??
*Lifi rokkið*