Í morgun vaknaði ég við eitthvað skrítið hljóð, svona eins og veikt væl. Ég náttulega rauk á fætur alveg viss um það að nú væri mýsla að eiga kettlingana! Ég stend þarna og lít í kringum mig en vek svo kærastann með látum og segi honum hvað sé að gerast.
Svo kemur Mýsla röltandi framundan rúminu öll rennandi blaut. Þá rjúkum við bæði á fjórar fætur og kíkjum undir rúm, en þá sjáum við glampa í þrjár pínulitlar verur sem væla svona líka veiklulega. Oh, algjörar dúllur. Við tókum þá upp og settum þá í bælið sitt með mömmu sinni og byrjum að skoða þá og taka myndir. Þá heyrist allt í einu furðulegt mjálm í Mýslu og svo poppar sá fjórði út, eins og ekkert væri auðveldara! Hehe. Ég reyndar hef aldrei séð svona áður svo þetta var rosalega skrítið.

Þeir eru æðislega sætir, tveir svar-gráir alveg eins og mamma sín og tveir gulir eins og pabbi sinn :)
Ég reyni að setja inn myndir af þeim sem allra fyrst :)


Kveðja,
Isabel