Kasper
Sæl. Mig langar að segja frá einum fallegasta kött sem ég hef kynnst. Ágúst 2002 gaf ég bestu vinkonu minni kettling í afmælisgjöf því ég var að fara að flytja úr bænum og líka af því hún hafði talað um að hana langaði í kisu. Hann var orðinn 4 mánaða, fallegur grár fressköttur, mjög gæfur og fjörugur.
Ég fékk hann hjá vinafólki mínu sem gátu ekki haft hann lengur því þau áttu annan kött fyrir sem var hreint að fara á taugum með að hafa þennan litla fjörkálf í kringum sig. Ég var með hann í tvær nætur meðan vinkona mín hugsaði sig um hvort hún vildi þiggja gjöfina og mér til mikillar gleði tók hún hann með sér heim.
Vinkona mín var mjög ánægð með hann og talaði alltaf um hann í síma og ég var ánægð með að heyra það. Ég var búin að ákveða að fara með hann á kattasýningu næsta haust því ég er alveg viss um að hann hefði getað fengið einhver verðlaun í húskattaflokki svona fallegur sem hann var.
Því miður var svo keyrt yfir hann í lok janúar svo við fengum ekki að hafa hann lengi.
Með kveðju
lula
Brostu framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa við þér.