Í gær fór ég með veikan kettling til dýralæknis, í dag fékk ég að vita að hann væri dáinn. Það að hann dó er ekki tilefni þessara skrifa heldur þær viðtökur sem ég fékk samanborið við það þegar ég þurfti að fara með jafngamlan kettling og láta svæfa hann fyrir fyrir um þrem mánuðum.

Fyrir um fjórum mánuðum datt kötturinn Flóki niður af þriðju hæð. Strax var ljóst að hann var algjörlega máttlaus í afturhluta líkaman en okkur var sagt að bíða og sjá hvort hann fengi máttinn aftur. Þetta gætu verið bólgur sem hjöðnuðu með tímanum. Strax og þetta gerðist fór ég með kisa til Helgu Finnst. dýralæknis og tók hún einstakleg vel á móti mér. Það sem mér þótti virðingaverðast var að hún spurði hvernig mér liði. Það að slysið var áfall fyrir eiganda var sjálfsagt, það að eigendur bindast gæludýrum var sjálfsagt. Við höfðum Flóka kött í mánuð algjörlega lamaðan í afturbolnum. Böðuðum hann daglega því hann gerði þarfir sínar þar sem hann stóð. Að ráðum dýralæknisins takmörkuðum við ferðir hans að mestu og settum hann inn í búr á nóttinni og þegar enginn var heima. Þegar einhver fór á fætur heyrðist strax mal inn í búrinu. Þar sem kisi dró alltaf afturbolinn á eftir sér þá tókum við eftir því einn daginn í daglegu baði að eistun á honum lágu úti. Það var strax hringt í dýralækni og okkur sagt að við þyrftum að koma og láta gelda hann eða taka þá ákvörðun að svæfa hann. Það að kisa hafði verið lömuð í einn mánuð benti einnig til þess að lömunin væri varanleg. Svo við kvöddum Flóka og það var farið á dýraspítalan í Víðidal til þess að binda enda á þetta líf hans. Með grátsafinn í kverkunum sagði ég konunni í móttökunni að ég væri með kött sem þyrfti að svæfa. Hún var mjög skilningsrík og rétti mér bréfþurrku til að þurrka tárin og horin með. Síðan vísaði hún mér inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir dýralækni. Eftir smá tíma koma dýralæknirinn, reif köttinn Flóka út úr búrinu og lýsti því yfir að “þetta væri búið” þá opnaði hún skúffu tók þar út sprautu og fyllti með vökva. Ég spurði hvað hún væri að gera? Nú að binda enda á þetta!! Ég spurði hvort einhver von væri á að hann mundi ná sér en fékk svarið nei! Ég sagðist þá ekki vilja vera viðstödd það að hann væri sprautaður. Þá koma “Nú það set ég hann hér bakvið og geri þetta seinna” Þegar ég kom út leið mér bölvanlega eftir að hafa horft á eftir góðum vin og “hrossið” sem sendi hann yfir móðuna miklu olli en meiri vanlíðan.

Mánuði eftir þetta fengum við okkur annan kött. Hann gekk undir nafninu Blíðfinnur því hann var sérstaklega ljúfur. Fyrir viku til tíu dögum þá tókum við eftir því að hann var orðin frekar “dapur” var hættur að leika sér og svaf mikið. Í gær þá tókum við eftir því að hann bar varla sjálfan sig uppi. Við hringdum strax til læknis og Dagfinnur varð fyrir valinu bæði vegna þess að vel var af honum látið og þar hafði ég fengið góðar viðtökur þegar ég hafði verið að bögglast með framtíð Flóka. Þegar við komum með Blíðfinn til Dagfinns þá fengum við nokkuð góðar viðtökur. Okkur var stax sagt að líkurnar væru ekki góðar. Hann væri óvenju lítill eftir aldri og greinilega illa haldinn. Við skildum hann eftir þarna og eftir að hafa frestað því milljón sinnum að hringja og athuga með hann þá fengum við þær fréttir að hann væri dáinna. Kannski hefðum við getað farið með hann fyrr?? Kannski gátum við ekkert gert! Hann virðist ekki hafa þroskast eðlilega, veiktist og dó! Viðmótið sem mætti okkur í þetta sinnið og í Víðidal er eitthvað sem ekki er hægt að bera saman. Þegar við missum gæludýr þá erum við að missa eitthvað sem við erum teng og þykir í flestum tilfellum vænt um! Dýralæknar ættu að hafa það bak við eyrað næst þegar þeir vilja meðhöndla þennan missir eins og eitthvað sem er í líkingu við það að láta tak af sér vörtu!!