ég á kött sem heitir kittý og er hún bráðum 6 ára (í maí).
Hún er hálf Persnesk og hálfur heimilisköttur. Hún er grá bröndótt.

Hún borðar bara þurrmat túnfisk og vatn. Hún er algjör kelirófa. Þegar hún var lítil réðst hún alltaf á bera fætur. Hún átti fyrst að vera inniköttur en svo leifði ég henni einu sinni að fara út og hún stóð alltaf fyrir framan gluggan og mjálmði svo ég leyfi henni bara hanga úti ef hún vill.

Þessi elska sefur oftast í rúmminu mínu eða inní fataskáp. ein og þið sjáið er hún algjör nautnaseggur. =)

Hún hefur einu sinni týnst í 2 daga svo þegar hún kom aftur var ógeðsleg lykt af henni hún hefur örugglega lokast einhverstaðar inni grey hún =(

þetta er fyrsta kisan mín en ekki sú síðasta. kettir og hundar eru mestu dúllur 4ever.

Kisan:
nafn:Kittý
Aldur:6
Uppáhalds leikfang:Dagblað
bestu vinir:Kisi og stóri svarti kötturinn (ég veit ekki hvað hann heitir)
Uppáhalds matur: Túnfiskur
uppáhalds drykkur:vatn

takk fyrir kv.csgirl P.s farðu vel með kisuna þína =)
-Stella BjöRt!;*