Ég veit varla hvar ég á að byrja en kisan mín er sérstök.
Eiginlega alla mína ævi(21 ár) þá hefur fjölskyldan mín átt ketti þá er ég að tala um það að kettirnir voru alltaf í meirihluta í sumarbústöðum og svona,sem sagt ég hef alltaf haft kött nálægt mér.
En svo fékk ég mér eina litla kisu í mína íbúð og vá ekki smá köttur.
Byrjum á því að ég las DV og þar voru auglýstir sætir,kassavanir og gælnir 8 vikna kettir,og ég brunaði uppí Hafnarfjörð að sækja einn.
Svo mæti ég og mér er rétt pínkulítil ljósgrá og hvít læða.Hún var minni en lófinn á mér og ég spyr afhverju hún er svona rosalega lítil og mér er sagt að hinir kettlingarnir hafi verið frekari í matinn heldur en hún. Ég trúði því og fór heim með nýja fjölskyldumeðliminn. En svo byrjar gamanið, frænka mín dýralæknirinn kom í heimsókn sirka 3 tímum seinna og segir mér það að kisan er ekki eldri en 3 vikna og kisan var engann veginn kassavön.En nó með það.)Sorry með þetta ég varð reið á að fólk láti svona) Nú kom vandræði með nafn á krílið.þannig að fyrstu dagana var hún bara kölluð Litla kisa en svo fór ég að taka eftir því að í hvert skipti sem star trek spóla var sett í tækið þá settist Litla krílið niður og horfði á sjónvarpið,þannig að ég gaf henni nafnið Seven of nine og hún gegnir nafninu ef ég kalla bara Seven.
Hún borðar allar sósur og þykir piparsósan best þegar hún kemst í hana.og svo borðar hún líka marsipan,blómkál,frostpinna,allar súpur,gulrætur,anans og margt fleirra skrítið. Annars er hún líka stórskrítin, eitt dæmi, hún hleypur alltaf á sama vegginn 2 á dag, 5 sinnum í viku og þetta er ekki einu sinni veggur sem hún þarf að ganga hjá en samt hleypur hún á hann(ég fer að halda að hún sé í sjálfsmorðshugleiðingum) Hún heldur party inní þvottahúsi einu sinni á nóttu og þá meina ég að það eru svona 6 kettir alltaf að éta uppúr matardisknum hennar.Ef ég loka hurð á eftir mér þá situr hún fyrir utan og fer ekkert fyrr en ég kem aftur.Ég get endalaust talið upp svona hluti hjá henni en kannski skrifa ég um það seinna
I'm perfect, pissed off, beautiful, I'm