Í nóvember síðastliðinn ákvað fjögurra manna fjölskylda í Miðbænum að fá sér kettling eftir miklar umræður. Ég leit inn á kattaáhugamálið á huga og sá auglýsta kettlinga í Hafnarfirði. Ég og mamma hringdum í eigandann og hún sagði að þetta væru tveir litlir fresskettir, dökkflekkóttir á litinn. Þeir væru eineggja tvíburar og mjög nánir. Okkur var velkomið að fá annan þeirra svo að fjölskyldan skrapp í heimsókn um kvöldið. Allir féllu fyrir þessum litlu indælu krílum sem voru svo nákvæmlega eins í útliti en ólíkir að hugarfari. Annar þeirra kom heim um kvöldið. Fyrstu nóttina var hann ægilega sorgmæddur, hann saknaði mömmu og bróður síns og vældi og grét. Annan daginn líka. En þegar Snúlla, vinkona okkar, sem er fullorðin læða, skrapp í heimsókn breyttist sorgin í hræðslu. En nokkrum dögum seinna voru þau orðin bestu vinir og kisi litli farinn að kunna vel við nýja heimilið. Hann fékk nafnið Snúður Már. Hann stækkaði og vitkaðist og varð mjög fjörugur. Hann velti nokkrum blómapottum um koll eins og ekkert væri, slóst við Snúllu og lærði að vera úti.
En þá kom nokkuð óvænt uppá. Hann var ekki með neitt sem benti til þess að hann væri karlkyns. Snúður Már var semsagt læða. Og þá hófust miklar umræður um nöfn. Eftir þras og þref var litla læðan skírð Rósa, í höfuðið á mömmu sinni sem hét Sigurrós. Það nafn festist fljótt við hana og hún hélt áfram að eldast.
Rósa var farin að færa sig upp á skaftið í útimálum. Miðbærinn er yfirfullur af köttum og stundum voru haldin miðnæturpartý úti í garði. Rósa reyndist ekki vera ofbeldismanneskja, yngsti fjölskyldumeðlimurinn er ekki nema fimm ára og reynir sitt besta til að vera góð en Rósa var ekkert allt of hrifin af öllum faðmlögunum og kossunum sem hún fékk. En hún klóraði ekki. Hún bara mjálmaði og hvæsti einstaka sinnum.
En dag einn kom enn ein kenningin: Pabbinn á heimilinu taldi sig hafa séð punga á Rósu litlu. Og það reyndist rétt. Hvað nú, kettlingurinn hafði heitið Rósa í