Ég er búin að vera meðlimur í kynjaköttum og sýnt á sýningum þeirra,en nú er ég búin að fá nóg af þessu félagi,það er ekki nóg um það að þeir voru með mjög ílla skipulagða sýningu síðast að maður nær engu sambandi við félagið þ.e.a.s þegar auglýstur símatími er.
Það er eins og þessi formaður sé bara á leiksviði að sýna sig þar sem hún gasprar bara í mikrófón og maður skilur ekkert hvað hún er að segja,það er auðséð að þessar sýningar eikennast af glundroða og slæmri skipulagningu.
Ég hef verið að borga 3.000 kr á ári í félagsgjöld og inní því á að vera tímarit útgefin af félaginu en ég hef aðeins séð eitt blað síðustu þrjú ár og hvað er maður að borga fyrir ég hef ekki fengið skýringar á þessu þar sem ekki er hægt að ná sambandi við þetta blessaða félag .
Svo er ég að heyra útan frá að þessir peningar séu notaðir til að styrkja stjórnarmenn í utanlandsferðir á þing en þeir virðast þá ekki læra mikið af því þar sem félagsstarfið hjá þeim og sýningar eru ekki til fyrirmyndar og afgreiðsla ættbóka ekki heldur.
Mig langar að heyra hvort aðrir séu sammála og hvað sé hægt að gera ?