Ég á einn rosalega sætan grábröndóttan kött. Hún heitir Sara og er 7 ára. Þegar ég fékk hana var hún 2 mánaða. Það fyrsta sem hún gerði þegar hún kom inn var að hlaupa á bak við sófann. Hún var alltaf inni því nágranni minn var með slæmt kattarofnæmi, og hún hefur þess vegna aldrei vanist öðrum köttum og verður alltaf mjög fúl ef hún sér mig vera að klappa öðrum kisum. T.d. var ég einu sinni að passa tvo kettlinga fyrir frænku mína. Þegar Sara sá þá þaut hún strax undir rúm. Kettlingarnir voru hjá okkur í tvær vikur en Sara var í nokkrar vikur að jafna sig eftir að þeir fóru.
Núna þegar allt er rólegt er hún orðin miklu gæfari við alla fjölskyldu meðlimi.
Litla frænka mín kom einu sinni heimsókn til okkar og þegar hún sá Söru varð hún mjög ánægð og hljóp til hennar og ætlaði að klappa henn.Sara brást illa við og hljóp i burtu. Henni hefur aldrei líkað vel við frænku mína. Hins vegar er hún alltaf mjög róleg og góð við litla bróður minn og hún sefur alltaf inni hjá honum, ég veit ekki af hverju henni líkaði svona vel við hann en ekki frænku mína en þegar hún kemur í heimsókn fer Sara alltaf, þó frænka mín vilji bara fá að klappa henni og vera góð við hana.
Á jólunum hefur hún alltaf fengið harðfisk eða túnfsk en núna ældi hún öllu saman. Ég vona bara að það lagist flótlega, því ég þoli ekki að sjá dýrin mín þjást. Ég á líka kanínu, sem heitir Þruma. Þegar hún kom varð ég hissa því ég hafði búist við hinu versta frá Söru, að hún léti ekki sjá sig eða eitthvað. En hún var róleg og það hafa aldrei orðið nein vandræði með þær. Þær þefa bara af hvor annari.
Nú er ekkert meira búið að gerast en ég skrifa aðra grein ef eitthvað spennandi gerist.

bestu kveðjur Perla og Sara