Ég hef nú aldrei skrifað í greinar áður,en ég verð bara að segja ykkur frá jólainnkaupunum mínum :-)

Ég fór að versla í búð sem er stödd uppá höfða og fyrir utan var gámur og rusl. Þegar ég kom út úr búðinni sá ég læðu með 2 kettlinga,ég sá nú strax að þetta væri villikettir en ákvað uð spurða eiganda búðarinnar. Hann sagði að læðan hafi verið á ráfi þarna í nokkra daga og væri allavegna með 3 kettlinga. Ég spurði hvort hann hafi haft samband við kattholt,nei hann vissi ekkert um svoleiðis en spurði hvort ég gæti hjálpað sér með það.
Ég fór út og ákvað að reyna ná allavegna kettlingunum og viti menn ég náði einni. Hún var lítil og grind horuð með mjög langar klær :-)) Móðir hennar varð frekar ásátt við að ég hafi náð henni og gerði sig líklega til atlögu,þá ákvað ég að fara uppí Kattholt með þessa sem ég hafði náð og segja þeim frá læðunni.
Ég fékk kassa og setti litlu læðuna í hann, en þegar ég var kominn uppí Kattholt var hún sloppin úr kasanum og þessi litli ræfill gat fundið sér felustaði allstaðar í bílnum mínum. Starfsfólk Kattholts reyndi allt til að hjálpa mér að ná henni undan mælaborðinu.
Það tókst nú ekki og ég mátti eiginlega ekki vera að þessu og sagði við þær að ég færi bara heim og myndi reyna lokka hana út með mat og það tókst eftir nokkra klukkutíma :-)
Kattaholt hafði samband við meindýraeyðir RVK og hann kom og setti gildru fyrir læðunni og hinum kettlingunum og hann var í sambandi við mig og lét mig vita að hann hafi náð læðunni og einum kettlingi. Þau eru núna uppí kattholti ,nema sú stutta er enþá hérna hjá mér en kötturinn mínn hann Bluí er gersamlega brjálaður að ég hafi komið heim með þessa lási jólagjöf. Hann er ömurlegur við hana og ég hugsa að ég þurfi að fara með hana í kattholt.(ekki nema einhver hér vilji taka hana að sér)
Meindýraeyðirinn sagði mér að læðan hafi greinilega einhvern tíman verið heimilis köttur sem lagst hefur út til að eiga kettlingana.
Þetta er þrílit læða og kettlingarnir hennar eru 1 svartur og hvítur og 1 þrilit læða (sem er hérna hjá mér) fleiri kettlingar fundust ekki.

Mér finnst Kattholt hafa staðið sig ótrúlega vel,því 2 tímum eftir að ég fór til þeirra og sagði þeim frá þessari sorglegu fjölskyldu voru þau kominn inn í húsarskjól hjá þeim.
Það er nokkuð ljóst eftir þessi jólainnkaup að Kattholt er eitthvað sem er alveg nausynlegt því það hefði ekki hver sem er getað/viljað taka að sér svona flækinga og hlúað að þeim og koma þeim fyrir hjá fjölskyldum sem hugsa um dýrin sín.

Gleðileg Jól öll sömul
Schafer,köttur/kettir,hundar og páfagaukur.