Ég ákvað að taka kisuna mína með mér í jólafríinu í staðinn fyrir að setja hana í pössun. Þetta er jú litla barnið mitt og ég vil að henni líði sem best.
Ég fór fljúgandi og þar sem flugfélagið er með kröfu um að gæludýrum sé gefið róandi fyrir flug ákvað ég að hringja í dýra og athuga málin. (Hvað á að gefa, hversu mikið osfr.) Ég hafði einnig heyrt að það dygði að gefa kisu hálfa paratabs til að halda henni rólegri á meðan á fluginu stæði.
Jæja samtalið við dýra leiddi ýmislegt í ljós. Til dæmis það að parasetamól er algert eitur fyrir ketti. Geta fengið lifrarbilanir og allskonar ógeð. Og að lyfið sem hún ávísar fyrir ketti, er ekki róandi heldur vöðvaslakandi, þannig að grey kisur eru jafn hræddar og áður en þær geta bara ekki lyft loppu til að mótmæla meðferðinni!
En þetta með paratabsið… Mér brá því að þessar upplýsingar fékk ég frá miklum dýravini sem er alger alfræðiorðabók kemur kemur að spurningum um dýr.
En niðurstaðan hjá mér og dýra var að gefa henni ekki neitt, jú hún nöldraði aðeins þegar ég skildi hana eftir á fraktinni og svo var það búið, svaf bara og tuðaði ekki neitt í bílnum á leiðinni heim. (ýkt stolt mamma) ;)