Jæja fyrsta greinin sem ég sendi hér inn…..

Á laugardaginn tók ég eftir því að kötturinn minn (Emma) var eitthvað svo óvenju þreytt, en ég gerði ekkert í því. Næsta dag tók pabbi eftir því að hún væri með sár mjög nálagt rassinum og sárið er ÓGEÐSLEGT!! Pabbi hringdi í dýralækni og spurði hann \“ráða\” og dýralæknirinn sagði okkur að láta hana vera með kragann sinn eða skerm ég veit ekki hvort orðið er notað meira og við settum á hana kragann (sem hún var ekki sátt við).
Svo næsta dag fóru pabbi og mamma með hana til dýralæknisins og dýralæknirinn sagði að þetta vær allavega svolítið gamalt bitsár og það væri of opið til að geta saumað fyrir það. En núna þarf hún að vera inni (hún er MIKILL útiköttur) og með kragann í 10 daga og taka töflur tvisvar á dag…..

Kettir varið ykkur á öðrum köttum!!!
Later…;)