Ég á þrjá ketti, hana Snældu sem er 10 ára og börnin hennar, þau Húfu og Buxa sem eru 9 ára og svo er það hann Sókrates “litli” kettlingurinn á heimilnu, en hann er um 7 mánaða og gífurlega feitur. Snælda gamla sem er hvít með brúnum blettum, hefur margsinnis lent í óhöppum eins að detta ofan í fiskabúrið einu sinni, detta tvisvar ofan í klósettið, einu sinni með hausinn á undan og í hitt skiptið með rassinn á undan. Hún er svolítið hjarveik höldum við því að alla tíð hefur hún orðið þreytt á því að leika sér og hjartað slegið ótrúlega hratt, en það dugar henni. Hún Húfa, sem er svört, brún og hvít doppótt, er aftur á móti skap“hundurinn” í fjölskyldunni, hún þolir ekki Sókrates eða Buxa og má ekki sjá þá án þess að hvæsa og urra. Og undantekningarlaust ræðst hún á ræfilisins Sókrates ef hún sér hann. Buxi er einn sá myndarlegasti köttur sem ég hef séð, gulbröndóttur og afskaplega vinalegur í framan, hann er reyndar orðinn eitthvað hálfþunglyndur, held ég, eftir að Sókrates kom á heimilið og hefur hann verið alltof mikið úti yfir nætur. Hann er reyndar ekkert sérstaklega vitur, hann t.d hefur aldrei kunnað að opna hurð með loppunum. En hann er konungurinn á heimilinu og lifir samkvæmt því. Og svo er það hann Sókrates, svartur og hvítur, opnar útidyrnar þegar hann vill koma inn, ræðst á mann þegar maður sefur bara til að fá smá athygli, étur eins og svín og er afskaplega latur. Prinsinn á heimilinu :)
vonandi hafið þið notið greinarinnar um mínar æðislegu kisur :)