Kisan mín mín hún Snælda var að eignast fjóra kettlinga á miðvikudaginn 20 nóvember. Og þeir eru alveg rosalega sætir.

Þetta er í fjórða skiptið sem hún Snælda mín eignast kettlinga.
Í fyrsta skiptið eignaðist hún þrjá heilbrigða kettlinga. Svo eignaðist hún aftur þrjá sem fæddust svoldið of snemma, tveir dóu við fæðingu en einn lifði í u.þ.b sólahring og svo dó hann :(
Í þriðja skiptið eignaðist hún fjóra kettlinga, en einn fæddist dáinn :(

Og núna fæddi hún fjóra heilbrigða kettlinga. En ég sá því miður ekki þegar þeir fæddust :( , af því að Snælda vakti systur mína klukkan fimm um morguninn með því að bíta í nefið á henni he,he.
Og svo fór hún niður í þvottahús og systir mín á eftir henni, og Snúður hin kisan mín var sofandi í körfunni ( þar sem Snælda ætlaði að fæða kettlingana sína ) var færður úr henni, ( en honum var alveg sama, þar sem hann var steinsofandi ).
Svo fór Snælda og misti vatnið í körfunni og fæddi síðan tvo kettlinga eftir klukkutíma.
Þegar ég vaknaði voru komnir tveir kettlingar.
Svo kom Snúður og kíkti i körfuna og var alveg svakalega hissa þegar að hann sá tvo kettlinga hjá Snældu.:)
Síðan leið svoldill tími þangað til að hún fæddi hina tvo, en það var enginn hema þegar hún fæddi þá. :( En svo voru komnir tveir kettlingar í viðbót þegar ég kom heim :) Og ég var rosa glöð! :)

Skottu (hundinum mínum) finnst kettlingarnir voða spennandi en Snælda er ekkert mjög ánægð með að hafa hana nálægt þeim, en hún leyfir henni samt stundum að horfa á meðan hún kemur ekki of nálægt, þá hvæsir hún!


En ef einhverjum langar í kettling þá megið þið senda mér skilaboð!