Þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn, fór ég ásamt móður minni upp í Kattholt og ættlðum að kíkja á kettlinga til sölu. Sigríður í Kattholti sagði að um morguninn höfðu komið 4 kettlinar (systkyni) 2 voru farnir og 2 fressar eftir, við fengum að sjá þá þeir voru rosalega sætir og rosalega litlir, ég hafði aldrei séð svona litla kettlinga! Þá sagði Sigríður að það átti að lóga þeim en dýralæknirinn hafði ekki getað það þannig að hann fór með þá í Kattholt! og það sem meira var að þeir voru aðeins um 7 vikna og hefðu átt að fá að vera hjá mömmu sinni allavega í 2 vikur!
Pælið í því, hver fer með 4 sjö vikna kettlinga og vill láta lóga þeim.
Á endanum tókum við annan (við vorum í rauninni að leita að félagsskap handa 6 ára fressinum okkar, hann varð svo einmanna eftir að bróðir hanns dó á seinasta ári þannig við héldum að þetta væri best hans vegna, svo auðvita vildum við sjálf fá anna kött).
Nú erum við búin að eiga Ljúf litla í 3 daga og kötturinn minn er enn að reyna að venjast honum, bara hvæsir á litla greyið! Hann sem er svo forvitinn og vill kynnast þeim stærri!

Hann Ljúfur er allveg svakalega klár köttur! hann er búinn að fatta það að það er oft matur uppi á eldhúsborði, en hann er bara svo lítill að hann getur ekki einu sinni stokkið upp á stól! þannig að honum datt allveg snildar ráð í hug, það er að klifra upp lappirnar á okkur og stökkva síðan þaðan upp á borð! SNILLD!
Í gær vorum við að gefa honum að borða, þurrmat blandað í blautfóður (hann er rosalega matvandur og við erum að reyna að venja hann á þurrmat en honum finnst bara blautfóðrið gott þess vegna fundum við upp á þessu) en nei nei þetta fannst honum ógeðslegt og hann sýndi það þannig að hann “mokaði yfir matinn” eins og hann gerir þegar hann er búinn að gera fínt í kassann sinn!

Einnig er hann algjör kúrukall! í augnablikinu liggur hann á öxlinni á mér þannig að ég er að skrifa með einni hendi núna! Helst vill hann sofa á koddanum hjá manni og undir sæng! Æði!

Ekkert finnst honum skemmtilegra en að leika! Hann er rosalega góður í fótbolta hleypur eins og spítí konsales með blotann, hann reyndar ræðst á alla hluti sem hann sér hreifast, en eitt sem hreyfist ekki sem hann er sjúkur í það eru skórnir hanns “afa” stórir og góðir á bragðið! Hluturinn þarna sem hangir aftan á kallað skott er stundum að stríða honum þannig að hann lætur það bara finna fyrir því og hleypur á eftir því og bítur!

Það eru nú ennfleiri hlutir sem ég nenni ekki að vera að nefna, en svona getur maður kynnst einni lífveru vel á 3 dögum!

Kv. Cookie og ljúfur!
*Lifi rokkið*