Kettir ýmist öskra, mala, mjálma eða hvæsa. Aðeins fjórar tegundir katta öskra. Þeir mala hins vegar ekki. Flestir minni kettir auk blettatígurs og púmu mala. Athöfnin að mala er fremur torskilin. Hljóðið virðist stafa af lofti sem fer í gegnum titrandi raddbönd þegar dýrið andar.
En bak við tunguna við barkakýlið er að finni röð lítilla samtengdra beina sem eru kölluð hyoid apparatus. Kettir sem geta öskrað hafa sveigjanlegan hyoid apparatus og þykk raddbönd sem leyfir þeim að framleiða öskrið. Hinar tegundirnar hafa þunn raddbönd og stinn hyoid apparatus.
Hljóðmerki er mikilvægur þáttur í samskiptum kattana, t.d. getur ljón gefið frá sér níu mismunandi hljóð. Ljónin þekkja öskrin frá ákveðnum einstaklingi og er öskrið notað t.d. til að finna ljón sem hefur villst frá hópnum eða til að vara við óvinum.

Öll kattardýr eru einfarar þ.e. hittast einungis til að makast. Ein undantekning er þó á þessu. Ljón lifa í hjörðum. Ein hjörð samanstendur af einum til tveimur karlljónum og allt upp í tólf kvendýrum. Læðurnar standa saman að veiðum og að ala upp kettlinga. Eina hlutverk karldýrsins er að verna hjörðina fyrir óboðnum gestum. Karldýrið étur ávallt fyrst og þurfa hinir að bíða á meðan. Líf karldýrsins er þó síður en svo auðvelt. Sem unglingur er hann oft hrakinn í burt af ráðandi karldýri í hópnum. Þá þarf hann að leita að nýrri hjörð og berjast við karldýr þeirrar hjarðar. Þessir bardagar eru oft harðir og enda oft með dauða annars. Ef karldýrið okkar nær að taka yfir hjörðina er hann líklegur til að drepa ungana til varnar veldi sínu og til að læðan sé tilbúin til mökunar fyrr.