Kattadýr tilheyra ættinni Felidae innan Carnivora ættbálksins. Öll dýr í Carnivora eru bæði rándýr og kjötætur og meðal annara dýra þar er að finna eru hýenur, úlfar og birnir. Öll dýr þessa ættbálks eiga rætur sínar að rekja til Miacid sem er talinn vera sameiginlegur forfaðir þeirra allra.
Þessi tafla sýnir tengsl hinna ýmsu dýra í Carnivora ættbálknum þar sem kettir ættu skv. þessu að vera skyldastir hýenum.
Fyrstu steingervingar af dýrum af kattaætt komu fram fyrir um 30 milljónum ára og hafa kettir lítið breyst síðan þá. Fyrsti eiginlega kattadýr sem vitað er um heitir Proailurus og var á strærð við gaupu með mjóa útlimi.
Samkvæmt nýjustu rannsóknum hafa vísindamenn sett upp þessa töflu sem sýnir í grófum dráttum þróun ættar kattadýra. Þetta gráa eru útdauðar ættkvíslir sem þýðir að dýr af kattaætt eru flokkuð í þrjá hópa skyldra dýra.Ocelot linage er kennt við pardusköttinn og þar má finna svona meðalstóra hálffurðulega ketti, Domestic cat linage hópur lítilla katta þ.á.m. húsköttinn og Pantherine linage inniheldur m.a. ljón, tígrisdýr, jagúar, blettatígur o.s.frv.
Síðust tegundir vígtennukattanna eða ,,saber-toothed cats” dóu út fyrir um 10.000 árum þrátt fyrir að hafa þrifist í um 30 milljón ár. Eftir að hafa þróast í milljónir ára voru mjög margar tegundir vígtennukatta komnar fram en hurfu síðan ein af annari. Það hefur væntanlega stafað af útdauða stórra spendýra sem þeir þrifust á.